Það var árið 1919 sem tekin var í notkun fyrsta byggingin sem var sérstaklega reist fyrir heilbrigðisþjónustu á Hvammstanga, læknisbústaður sem stendur við Spítalastíg 1. Áður hafði héraðslæknir sinnt sjúklingum á heimili sínu.
Í tilefni afmælisins býður Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga í afmæliskaffi milli kl. 14 og kl. 17 fimmtudaginn 30. janúar 2020 í húsnæði sjúkrahússins að Spítalastíg 1. Flutt verður lítil dagskrá sem vert er að hlýða á.
• Guðmundur Haukur Sigurðsson stiklar á stóru yfir sögu sjúkrahúss Hvammstanga kl. 14:00
• Tónlistaratriði
Frammi mun liggja baukur þar sem gestum og gangandi gefst kostur á að leggja í púkk og styrkja félagsstarf sjúkrahússins.
Kvennabandið hefur veg og vanda af kaffiveitingum.
Allir velkomnir.