Siglfirðingurinn Karl Eskil Pálsson fréttamaður hjá N4 kom á dögunum á Siglufjörð til að gera Salthúsinu við Síldarminjasafnið góð skil í þættinum Að norðan á N4. Þar var meðal annars viðtal við Anitu Elefsen sem segir sögu hússins af sinni alkunnu snilld.

Á facebook síðu sinni segir Karl Eskil Pálsson um tilurð hússins “Sem Siglfirðingur er ég afskaplega glaður yfir því að þetta flotta hús hafi ratað þangað.

Sem Akureyringur er ég hundfúll yfir því að ekki hafi verið hægt að finna húsinu samastað og verkefni í bænum”.

Sjá nánar: Hér

Forsíðumynd: Skjáskot N4