RUV greindi frá því í morgun að lögreglan í Fjallabyggð hefði Í gærkvöldi handtekið mann grunaðan um innbrot í nokkur hús í bænum.
Segir þar að samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Siglufirði var hald lagt á ýmsa hluti við handtökuna í gær sem taldir eru tengjast innbrotum undanfarnar nætur. Sá gisti fangageymslur og verður yfirheyrður seinna í dag.
Áframhaldandi innbrot í nótt
Þrátt fyrir handtökuna héldu innbrotin áfram í bænum í nótt en brotist var inn í Grunnskóla Fjallabyggðar og þaðan stolið lyfjum. Þá var tilkynnt um stolin bíl sem virðist hafa verið notaður í nótt en svo skilað.
Sjá fyrri fréttir á Trölli.is um málið:
GARGAÐI ,,VODDAFOKK” Á INNBROTSÞJÓFINN
ÓBOÐINN GESTUR FÓR INN Í HÚS Á SIGLUFIRÐI Í NÓTT