Gul viðvörun á Suðausturlandi tekur gildi í dag kl. níu. Þá verða einnig í gildi gular viðvaranir á Ströndum, Norðurlandi vestra, Vestfjörðum og Norðurlandi eystra.
Allhvass, hviðóttur vindur verður á svæðinu og hvöss norðvestanátt austantil austan öræfa, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Vindur getur farið yfir 25 m/s í hviðum, en slíkt er varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Viðvörunin gildir til kl. 18:00 í dag.
Skjáskot/vedur.is