Á 769. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar var lögð fram tillaga að gjaldskrám og álagningu fyrir árið 2023.
Þar var lagt fram að afsláttur af fasteignaskatti hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum hækki að meðaltali um 14% á milli ára, að hámarki kr. 80.000.
Tekjumörk verða sem hér segir:
Fl. Einstaklingar – Afsláttur
1. – – 4.539.480 100%
2. 4.539.841 – 5.084.620 75%
3. 5.084.621 – 5.694.770 50%
4. 5.694.771 – 6.120.660 25%
5. 6.120.661 – – 0%
FL. Hjón/Sambýlisfólk Afsláttur
1. – – 5.906.340 100%
2. 5.906.341 – 6.615.000 75%
3. 6.615.001 – 7.408.900 50%
4. 7.408.901 – 7.998.240 25%
5. 7.998.241 – – 0%