Gestaherbergið verður á dagskrá í dag eins og flesta aðra þriðjudaga.

Eins og myndin gefur til kynna þá verður Helga ekki með í þættinum í dag en Daníel mun sitja með Palla inni í Gestaherberginu. Þátturinn verður sendur út í beinni útsendingu frá studio III í Sandefjord í Noregi frá klukkan 17:00 til 19:00.

Þema þáttarins verður áhrifavaldar og verða lög tengd þeim, og jafnvel með þeim spiluð.

Áhættulagið veður á sínum stað og einnig Tónlistarhorn Juha þar sem við heyrum “öðruvísi” jólalag.

Talandi um jólalög; jú ætli það sé ekki kominn tími til að byrja að spila þau.

Ekki gleyma að hlusta á Gestaherbergið klukkan 17 til 19 í dag á FM Trölla.

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á FM Trölla út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Einnig er hægt að hlusta á FM á spilarinn.is og á radiogarden.com og í snjalltækjum ýmsum svo sem Apple TV og Android sjónvarpsboxum.

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is