Lögð fram drög að samningi á 743. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar, milli Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar að samstarfssamningi um samráð og samstarf um félagslega þjónustu.
Markmið samningsins er að efla félagsþjónustu sveitarfélaganna með samráði og samstarfi sín á milli.
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að samstarfssamningi fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.