Laugardaginn 15. september næstkomandi er Alheimshreinsunardagurinn.

Sveitarfélagið Fjallabyggð ætlar að koma fyrir gámum eða stórum sekkjum á völdum stöðum á laugardaginn, ef veður leyfir, til að auðvelda íbúum að hreinsa til og flokka rusl sem víða má finna.

Sérstök áhersla er lögð á hreinsun plasts á landi og í sjó, vegna þess að fjölmargir sjófuglar og sjávarspendýr drepast á hverju ári við það að festast í plastrusli eða éta plast.

Trölli.is hvetur alla til að taka þátt í Alheims-hreinsunardeginum og leggja sitt af mörkum til málefnisins.

 

Frétt: Gunnar Smári Helgason
Mynd: Kristín Anna Guðmundsdóttir