Það var fyrir tveimur árum sem Andri Hrannar brunaði norður á Sigló með hugmynd í annari og lag í hinni.

Lagið var gamalt en hafði aldrei verið hljóðritað. Með hugsjón og trú á laginu skipulagði Andri upptökur og fékk margt gott fólk sér í lið og úr varð þetta frábæra lag sem nefnt var Alla Nóttina.

Lagið hefur hljómað hér og þar en aldrei verið flutt opinberlega. En nú verður breyting á!

Núna í kvöld, laugardagskvöld, verður lagið loksins flutt á Ráðhústorginu á Sigló. Það eru þau Ragna Dís, Eva Karlotta, Hlöðver Sigurðsson og Andri Hrannar sem munu syngja lagið og verður flutningurinn um kl 23:30.