Rigningin og þíðan í dag er af völdum lægðar á Grænlandshafi. Hún hefur dýpkað talsvert í dag og miðjuþrýstingi er spá 952 hPa í nótt eins og kortið frá IGB sýnir, segir á vefsíðu Bliku.
Vestast á landinu gæti loftvogin sýnt lægstan þrýsting um svipað leyti eða um 955 hPa. Skjót yfirferð sýnir það lægsta mælda loftþrýsting á landinu á þessu ári (959 hPa mældist á Vattarnesi í febrúar). Blikur eru á lofti um enn lægri loftþrýsing skökkum fyrir jól!
Talsvert stríð SV- og V-vindröst slengir sér inn á landið sunnan- og vestanvert í nótt. Röstin fylgir afturbeygðu skilum lægðarinnar. Má segja að milda loftið sé þá komið hringinn. Stormur verður á meðan, stendur stutt eða í þetta 2-3 klukkustundir. Suðvestanlands frá því um kl. 3 í nótt og snemma í fyrramálið vestan- og norðvestanlands.
Snjóa á hærri fjallvegum, en slydda og rigning fylgir hins vegar á láglendi.
Seinna kortið er spá um vind í 100 m hæð úr sama líkani kl. 2 í nótt. Þar sést að við ættum að sleppa við stríðustu vindröstin sem verður aðeins sunnan við landið (guli liturinn). Nema náttúrulega í Vestamanneyjum!
Upp frá því slaknar aðeins á eða um svipað leyti sem hún gengur á land, enda verður lægðin þá aðeins byrjuð að grynnast.
Myndir/Blika.is