Ámundi Gunnarsson sem lét nýlega af störfum sökum aldurs sem slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð var heiðraður fyrir störf sín í gær að viðstöddum liðsmönnum slökkviliðsins.
Ámundi hóf störf í Slökkviliði Siglufjarðar árið 1978 og hefur því starfað í liðinu í 43 ár.
Ámunda eru þökkuð óeigingjörn störf í þágu samfélagsins á sviði bruna- og öryggismála.
Myndir/ af facebooksíðu slökkviliðs Fjallabyggðar