Á fjöldasöngnum á föstudagskvöldi á Síldarævintýri voru veitt verðlaun fyrir best skreyttu húsin á Síldarævintýri. Veitt voru verðlaun í nokkrum flokkum og má sjá hús og nöfn vinningshafa ef smellt er á myndirnar hér að neðan.

Bæjarbúum er þakkað fyrir góðar undirtektir, dómnefnd fyrir vel unnin störf og fyrirtækjum sem gáfu vinninga færðar bestu þakkir, það voru Segull 67, Kjörbúðin, Fiskbúð Fjallabyggðar, SR-Byggingavörur, Græni hatturinn og Siglósport.