Í fjölda ára hefur 1. bekkur Menntaskólans á Akureyri komið í námsferð til Siglufjarðar og kynnt sér ýmislegt sem bærinn hefur upp á að bjóða í sögu og menningu.
Í fyrra bættist Ljóðasetur Íslands á Siglufirði við þá staði sem nemendur heimsækja og á fimmtudaginn komu 1. bekkingar þessa árs á Ljóðasetrið.
Þetta voru alls um 100 nemendur sem heimsóttu setrið í 4 hópum. Fengu þeir fræðslu um íslenska ljóðlist, kynningu á starfsemi setursins og svo nokkur tóndæmi til að krydda stundina.
Voru nemendur áhugasamir, hlustuðu af athygli og voru í alla staði til fyrirmyndar.
Forsíðumynd sýnir einn hópinn koma sér fyrir.
Mynd/Ljóðasetur Íslands