Í dag kl. 18 – 20 er þátturinn Andans truntur á dagskrá FM Trölla.

Andans Truntur fara í loptið á eptir. 

Síðasti þáttur var helgaður tveggjatruntna föðurnum Helga Guðmundssyni (pabba Munda og Jóns Þórs) og var sá alveg bráðskemmtilegur. Eiginlega er hálf vonlaust að ætla að fylgja eftir slíkum ofurþætti, en trunturnar þrjár ætla samt að reyna. 

Örlag þáttarins á Palli að þessu sinni, og er það þá þriðja lagið sem hann semur á ævinni. Spennandi? Ég mundi segja það, já.

Trunturnar munu að sjálfsögðu láta gamminn geysa um hin ólíkustu málefni, hvaðeina sem þeim dettur í hug í rauninni, og leika góða tónlist þess á milli. 

Andans Truntur er í grunninn þáttur sem ekki er ætlað að geðjast neinum, heldur eru þáttastjórnendur einungis að þessu af því þeim finnst fátt skemmtilegra en að:
a) vera í útvarpi, og
b) rugla og bulla um allt og ekkert….
….og öll sú gleði og endalausa hamingja skilar sér vonandi út úr viðtækjunum.

Hafirðu ekki hlustað á þáttinn ennþá, kæri lesandi, þá hvetjum við þig til þess að láta á það reyna, núna á eftir frá klukkan 18 til 20 á Útvarpi Trölla!

Umsjónarmenn eru Páll Sigurður Björnsson (Palli Litli) og bræðurnir Jón Þór og Guðmundur Helgasynir (Mundi)

Andans Truntur.