Í dag fer Andri Hrannar Einarsson í loftið eins og alla virka daga frá kl. 13.00 – 16.00 með þáttinn sinn Undralandið. Þar fer Andri yfir víðan völl og gleður hlustendur með góðri tónlist, fróðleik og almennum skemmtilegheitum.
Einnig hefur FM Trölli tekið upp á því að endurflytja Undralandið kl 01-04 eftir miðnætti, fyrir næturvakta-fólk og aðra nátthrafna.
Líflegt var í þættinum hjá Andra á föstudaginn og koma hér nokkrar myndir úr stúdíóinu.

Sturlaugur Kristjánsson bæjarlistamaður kom og ræddi málin.

Guðrún Ósk Gestsdóttir kom og sagði frá fit námskeiðum sem hún heldur.

Þátttakendur í Skafli 2018 sem fram fór í Alþýðuhúsinu á Siglufirði í síðustu viku.

.
Myndir: Andri Hrannar Einarsson