Síðastliðinn föstudag gaf Anna Richter út lag sem nefnist 700 Days og er hennar fyrsta útgefna lag.
Lagið og textann samdi Anna ásamt tónlistamanninum og pródúsernum Tómasi Welding.
Um Önnu Richter
Anna Richter er lagahöfundur og söngkona. Hún er frönsk-íslensk og hefur búið víðsvegar um heim.
Hún bjó í Kaliforníu á unglingsárunum og var 13 ára þegar hún byrjaði að semja lög á gítar og píanó. Hún stundaði píanónám í barnæsku og var mikið hlustað á Jazz, Rock og Soul á heimilinu.
Lög hennar eru einlæg og persónuleg. Hún lýsir því að það hafi verið ómeðvituð leið til að vinna úr tilfinningum og að lögin komi til hennar nánast tilbúin.