• Pasta
  • 110 gr smjör
  • 1-2 hvítlauksrif, hakkað
  • 1/2 l rjómi
  • 1 bolli ferskrifinn parmesan ostur
  • 2 msk rjómaostur
  • salt
  • pipar

Bræðið smjörið í potti við miðlungshita. Þegar smjörið er bráðið þá er hvítlauknum bætt út í og leyft að sjóða við vægan hita í 2 mínútur. Bætið rjóma og rjómaosti í pottinn og hitið að suðu. Takið pottinn af hellunni og hrærið parmesan ostinum út í. Piprið og saltið og smakkið til.

Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pakkningu. Það er auðvitað best að hafa ferskt pasta. Blandið pönnusteiktu eða ofnbökuðu grænmeti við og hellið ljúffengri Alfredo sósunni yfir.

Endið á nokkrum snúningum með piparkvörninni og rífið ferskan parmesan ost yfir diskinn. Ef það verður afgangur af Alfredo sósunni þá er kjörið að setja hana í lekkera krukku og geyma í ísskápnum.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit