Spáin hefur versnað ef eitthvað er og til að forðast vandræði er fólki eindregið ráðið frá því að ferðast með aftanívagna frá Borgarnesi, vestur um og norður í land frá því um hádegi og fram undir miðnætti.

Eins verða snarpar hviður við Kvísker í Öræfum frá miðjum degi.

Kortið sýnir svokallað ókyrrðarábendi nærri yfirborði, ágætur mælikvarði á misvindi segir á vefsíðu Bliku.is.