Lagt var fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála á 768. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við húsnæði Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði.
Bæjarráð vísaði tillögum að stækkun grunnskólans til gerðar fjárhagsáætlunar.
Bæjarráð áréttar mikilvægi þess að starfsemi miðstigsins verði öll komin undir sama þak við byrjun næsta skólaárs og felur bæjarstjóra að kanna hvaða leiðir, tímabundnar og varanlegar, eru í boði til þess að svo megi verða.