Má bjóða þér kaffisopa?

Það verður allavega kaffiþema í Gestaherbergisþættinum núna í dag milli kl. 17 og 19.
Við ætlum að spila lög sem fjalla um kaffi, tala um kaffi en okkur finnst reyndar allt of seint að drekka kaffi svo við sleppum því.

Manst þú eftir lagi sem fjallar um kaffi? Óskalögin verða á sínum stað. Og það verður hægt að hringja í okkur eins og alltaf.
Síminn er 5800 580. Við munum svara eftir bestu getu.

Fylgist með þættinum Gestaherbergið á FM Trölla á þriðjudögum kl. 17:00 til 19:00.
FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is
Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is