Á vef fasteignarsölunnar Lögheimili Eignamiðlun er Aðalgata 10, eða Hótel Hvanneyri eins og húsið er jafnan nefnt af Siglfirðingum auglýst til sölu.

 

Hótel Hvanneyri eins og húsið er jafnan nefnt af Siglfirðingum á sér langa sögu og hefur ýmis starfsemi farið þar fram. Mynd: Kristfinnur Guðjónsson í eigu Ljósmyndasafns Siglufjarðar.

 

Um er að ræða kaup á fasteignunum, tækjum, tólum, ofl. allt í samræmi við eignalista frá seljanda. Almennt er um að ræða alla lausafjármuni sem þarf til þess að reka hótel og veitingastað með 24 herbergjum auk aðstöðu fyrir bakpokaferðalanga. Allt sem rekstrinum fylgir, þmt. leyfi og eignirnar við Aðalgötu 10 á Siglufirði, með fastanúmeri 213-0062 sem er alls 704,5 fm. fasteign með 24 herbergjum með plássi fyrir allt að 60 manns, auk fasteignarinnar Vetrarbraut 4, sem er 136,2 ferm. eign á tveimur hæðum, með fastanúmeri 213-1009. Vetrarbraut tekur um 24 einstaklinga í gistingu.

Mikið var lagt upp úr endurbótum húsnæðisins við Aðalgötu 10 og hvergi til sparað.  Eftir er að ljúka endurbótum á eldhúsi.  Einnig á eftir að ljúka við endurbætur á Vetrarbraut 4.  Áætlun gerði ráð fyrir um 4. milljónum í Aðalgötu og 6. milljónum í Vetrarbraut í endurbótakostnað.
Hótel og gistihús hefur verið rekið um árabil í húsnæðinu við Aðalgötu, í þessu sögufræga húsi á Siglufirði.

 

Myndir: Ljósmyndsafn Fjallabyggðar/Lögheimili, eignamiðlun