Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við Viðskiptadeild Háskólans á Akureyri flytur erindið Vegir á Norðurlandi vestan Eyjafjarðar: Geta Blönduós, Skagaströnd og Sauðárkrókur orðið eitt atvinnusvæði?. Í erindinu verða möguleikar á betri vegum milli bæjanna Blönduóss, Skagastrandar og Sauðárkróks skoðaðir.  Betri vegir yfir Skagann milli þessara bæja fela óhjákvæmilega í sér jarðgangagerð. 

Hlekkur á streymi hér neðar.

  • Er kostur á því út frá vegalengdum og áreiðanleika nýrra vega að bæirnir verði eitt atvinnusvæði? 
  • Með láglendisvegi milli Blönduóss og Sauðárkróks vaknar einnig spurningin hvaða áhrif það hafi á vegakerfið í heild vestan Eyjafjarðar.
  • Hvaða tækifæri felur það í sér? 
  • Er hægt að fara í gegnum Tröllaskagann líka?
  • Hvernig ætti framtíðarvegakerfið á þessu svæði að vera?

Málstofan fer fram 4. nóvember kl. 12.10 – 13.00 í stofu M201 á Sólborg og einnig í streymi. 

Zoom hlekkur: https://eu01web.zoom.us/j/63625208826%20%20#success