Laugardagskvöldið 11. janúar næstkomandi verður söngdagskrá Næturgala í Félagsheimilinu Hvammstanga.

Tilefnið er að 30 ár eru síðan þeir sungu fyrst saman. Þetta verða því 30 ára afmælis tónleikar og nýársfögnuður.

Húsið verður opnað kl. 20:20 og hefst þá fordrykkur, söngdagskráin hefst svo kl. 21.

Dagskráin verður fjölbreytt, allt frá Savanna Tríói, upp í Eurovision og allt þar á milli.

Aðgangseyrir 2.500 Kr. allur ágóði rennur til tónlistarskólans. (enginn posi).

Næturgalar eru: Karl Sigurgeirsson, Ólafur Jakobsson, Þorbjörn Gíslason og Guðmundur St Sigurðsson.

Með þeim leikur hljómsveit sem samsett er af föðurbetrungum þeirra, eins og Þorbjörn orðaði það í stuttu spjalli við Trölla.

Hljómsveitin skipa synir þriggja Næturgala, þeir Birkir Þór Þorbjörnsson, Andri Páll Guðmundsson og Geir Karlsson auk tveggja sona Geirs, þeir Hjörtur Gylfi og Karl Ásgeir Geirssynir. Dóttir Ólafs, Elísabet “Lísa” Ólafsdóttir mun einnig syngja á skemmtuninni.

Saga Næturgala hófst fyrir um 30 árum þegar þeir vinirnir voru að skemmta sér saman á Vertshúsinu á Hvammstanga og tóku lagið saman. Fólk sem til þeirra heyrði þarna á “Vertanum” eins og það kallaðist, fór svo í framhaldinu að biðja þá að troða upp við ýmis tækifæri. Sungu þeir oft saman þar til leiðir skildu um árabil en nú eru þeir aftur allir búsettir í Húnaþingi vestra og undanfarnar vikur hafa þeir undirbúið þessa skemmtun.

Sjá einnig facebook síðu viðburðar, hvaðan myndin er fengin.