Hvammur eignamiðlun auglýsir Arion banka húsið í Ólafsfirði til sölu. Segir þar meðal annars, Aðalgata 14 er virðulegt steinsteypt hús með háu risþaki í miðbæ Ólafsfjarðar – 792,5 m²
Húsið skiptist í kjallara, tvær hæðir og ris og í húsinu er lyfta.
Húsið var byggt árið 1982 fyrir Sparisjóð Ólafsfjarðar sem síðar varð að Arion banka hf. Húsið er fallegt og nokkuð áberandi í miðbæjarkjarna Ólafsfjarðar og gæti því hentað fyrir margvíslega starfsemi.
Grunnflötur hverrar hæðar er um 212 m² en birt stærð rishæðar er minni eða rúmir 150 m². Samtals er húsið skráð 792,5 m² og lóðin er 697,6 m².
Mynd: Gunnar Smári Helgason