Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir hefur verið sett sem aðstoðaryfirlögregluþjónn yfir rannsóknardeild hjá embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra í eitt ár frá og með 1. október 2021.

Bergur Jónsson sem áður gegndi stöðunni er í ársleyfi vegna starfa sinna fyrir ríkislögreglustjóra.

Arnfríður Gígja er fædd og uppalin í Mývatnssveit og er stúdent frá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Gígja er lögreglumaður og lögfræðingur að mennt auk þess sem hún hefur lokið stjórnunarnámi. Hún hefur síðustu árin starfað sem aðstoðarsaksóknari hjá embætti Héraðssaksóknara.

Aðeins fjórar konur gegna stöðu aðstoðaryfirlögregluþjóns á landinu öllu og er Gígja vel að því komin segir á facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Mynd: Lögreglan á Norðurlandi eystra