Á 306. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar var lögð fram umsókn um byggingarleyfi ásamt aðaluppdráttum og brunaskýrslu, þar sem Fanney Hauksdóttir hjá AVH ehf. sækir um leyfi f.h. Árna Helgasonar ehf. til að breyta notkun húsnæðis (Arion banka húsinu) við Aðalgötu 14 í Ólafsfirði í gististarfsemi með 7 gistieiningum. Breytingar verða gerðar innanhúss skv. meðfylgjandi aðaluppdráttum.

Byggingaráform eru samþykkt og byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Breytt starfsemi í húsinu samræmist aðalskipulagi verandi á miðsvæði þar sem m.a. er gert ráð fyrir starfsemi hótels, veitinga- og gistihúsa.

Nefndin bendir á að brunastigi nær út fyrir lóðarmörk og gera þarf breytingu á lóðarmörkum áður en byggingarleyfi er gefið út.