Umferðarþjónusta Vegagerðarinnar hefur gefið út hálendiskort nr. 4, sem tekið hefur gildi.
Kortið má nálgast: HÉR
Eftirfarandi breytingar voru gerðar frá síðustu útgáfu.
Fjallabaksleið nyrðri (208) Búið er að opna fyrir 4×4 frá Sigölduvirkjun og suður að Landmannalaugavegi. Unnið er að heflun á svæðinu og því er vegurinn frekar holóttur, þá sérstaklega sunnan við Ljótapoll.
Fjallabaksleið nyrðri (F208) Búið er að opna fyrir 4×4 frá Skaftártungu og upp í Eldgjá.
Landmannalaugavegur (F224) Búið er að opna fyrir 4×4 frá Fjallabaksleið nyrðri og inn að Landmannalaugum. Unnið er að heflun á svæðinu og því er vegurinn frekar holóttur.
Vesturheiðarvegur (734) Búið er að opna fyrir 4×4 um Vesturheiðarveg upp að Mælifellsdalsvegi (756)
Fréttir hafa einnig borist af því að brúin yfir Jökulgilskvísl sé löskuð eftir veturinn og mun það tefja opnun á Fjallabaksleið nyrðri (F208) milli Landmannalauga og Eldgjár.
P.S. Það styttist í opnun Landmannaleiðar (F225), Lakavegar (F206), Lakagígavegar (F207) og Emstruleiðar (F261). Búast má við því að þessar leiðir verði færar um helgina.
Mynd/Vegagerðin