Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur í 12. skiptið, á morgun miðvikudaginn 6. febrúar 2019.

6. febrúar er merkilegur dagur í leikskólasögu þjóðarinnar því á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskóla fyrstu samtök sín.

Efnt verður til hátíðarhalda í leikskólanum Leikskálum á Siglufirði og er öllum boðið í söngstund í sal skólans kl. 10:15 – 11:15 og aftur kl. 15:00 – 16:00

 

 

Einnig verður opið hús á leikskólanum Krílakoti á Dalvík kl. 13:30 – 15:30 þar sem allir eru velkomnir að skoða skólann og þiggja veitingar í boði Foreldrafélagsins.

Á Hvammstanga er leikskólinn Ásgarður sem verður opin gestum og gangandi sama dag miðvikudaginn 6. febrúar frá kl 9 – 11, kl 10:30 verður söngstund í sal.