Trölli.is ætlar af og til að birta gamlar fréttir af vefnum Siglo.is. Hér kemur gömul frétt frá því 16. september 2011, Guðmundur Skarphéðinsson ritaði fréttina og lagði til myndir.

Í hádeginu í dag voru börn úr 1. og 2. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar á torginu á Siglufirði, í hjarta bæjarins, að sýna myndir sem þau unnu í samfélags- og náttúrufræði og flytja Dalvísu eftir náttúrufræðinginn og skáldið Jónas Hallgrímsson.

Ég læt fylgja með þessari frétt myndir sem ég tók í morgun af leikskólabörnum Leikskála sem voru á leið að sjá ljósmyndasýningu hjá Fiann Paul sem er utan á Bátahúsinu.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.