Stofnfundur Ástarsögufélagsins fór fram þann 25. júní í Reykjavík. Meðal stofnfélaga eru rithöfundar, meistaranemar í ritlist, bókasafnsfræðingar, markþjálfar og áhugafólk um eflingu ástarsögunnar.

Markmið félagsins er að skrifa og gefa út fjölbreytta bókmenntatexta drifna áfram af krafti ástarinnar ásamt því að standa fyrir viðburðum og gjörningum tengdum henni. Stefnt er að útgáfu tvisvar til fjórum sinnum á ári.

Stofnfélögum er mikið í mun að hlúa að ástarsögunni og að henni verði skipaður sá sess sem hún á skilið í íslensku bókmenntalífi.

Félagið vill koma til móts við þá fjölmörgu lesendur sem þrá að lesa meira um það magnaða fyrirbæri sem ástin er.

Í nýkjörinni stjórn Ástarsögufélagsins sitja: Brynja Sif Skúladóttir formaður, Þórunn Rakel Gylfadóttir varaformaður, Sölvi Halldórsson gjaldkeri, Berglind Erna Tryggvadóttir ritari, Þórhildur Sveinsdóttir meðstjórnandi og Brynhildur Yrsa Valkyrja varamaður.

Með ástarkveðju,
Ástarsögufélagið
Fyrirspurnir sendist á: brynja.sif.skula@gmail.com /
thorunnrakel@gmail.com

Mynd/Ástarsögufélagið