Samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar (VMR) mældist atvinnuleysi 3,3% í janúar 2022. Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi dróst saman um 4,9 prósentustig á milli ára og hefur hlutfall atvinnulausra ekki mælst lægra síðan í mars 2020 þegar takmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins fóru að hafa áhrif á íslenskan vinnumarkað.
Árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka var 79,3% í janúar 2022 og árstíðaleiðrétt hlutfall starfandi 76,7%. Atvinnuleysi dróst saman um 1,2 prósentustig á milli mánaða á sama tíma og hlutfall starfandi jókst um 0,8 prósentustig. Árstíðaleiðrétt leitni atvinnuleysis var 4,3% og hefur dregist saman um 0,8 prósentustig síðustu sex mánuði á meðan árstíðaleiðrétt leitni hlutfalls starfandi jókst um 0,6 prósentustig.
Skoða nánar á vef Hagstofunnar