Björgunarsveitin Strákar aðstoðaði hafnarstarfsmenn á Siglufirði við að treysta landfestar á varðskipinu Freyju aðfaranótt mánudags, en norðan aftakaveður var í Siglufirði og hviður fóru í 45m/s á mælum Veðurstofu á tímabili.

Þegar því verkefni var lokið fóru félagar í sveitinni í hefðbundin óveðursverkefni og týndu upp lausamuni sem fuku um bæinn eins og t.d. sorptunnur.

Myndir/Björgunarsveitin Strákar