Kvikmyndatökur standa nú yfir á Hólum í Hjaltadal þar sem unnið er að tökum á þáttaröðinni “Bless bless Blesi”.
Í því samhengi er leitað eftir aukaleikurum á öllum aldri til að taka þátt í sviðsetningu Landsmóts hestamanna.
Tökur fara fram dagana 17., 18. og 21. júlí og hefjast um hádegi. Mæting er milli kl. 11 og 12. Gert er ráð fyrir að hver tökudagur taki um 9–10 klukkustundir, þó ekki sé skylt að vera allan tímann.
Boðið verður upp á mat, gos og kaffi yfir daginn, auk heitrar súpu seinnipartinn. Þátttakendur fá greitt 15.000 kr. fyrir daginn.
Allir eru velkomnir – börn, unglingar, fullorðnir og jafnvel hundaeigendur. Þeir sem hafa áhuga eru beðnir um að hafa samband við Önnu Diljá í síma 868 9779 með SMS eða með tölvupósti á netfangið annadjons@gmail.com.