Félagsmáladeild Fjallabyggðar hefur sótt styrk fyrir fjölbreytt verkefni fyrir aukið félagsstarf fullorðinna í Fjallabyggð, sem ætlað er að bæta við þá dagskrá sem fyrir er.
Áhersla verður lögð á skemmtilegar ferðir þar sem söfn, vinnustofur listamanna, fyrirtæki, íþróttafélög og veitingastaðir í Fjallabyggð verða heimsótt.
Jafnframt verður lögð áhersla á að kynna fyrir þátttakendum skipulagt félagsstarf aldraðra sem í boði er allan ársins hring.
Einnig sótti félagsmáladeild um framlag til félagsmálaráðuneytisins til að auka stuðning við félagsstarf fyrir fullorðið fatlað fólk í sumar með það að markmiði að draga úr félagslegri einangrun og styðja einstaklinga til að takast á við afleiðingar COVID-19.