Lagt var til á 737. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar að framkvæmd verði könnun á viðhorfum eldri íbúa í Fjallabyggð hvað varðar húsnæðismál í sveitarfélaginu, lagt er til að könnun taki til íbúa 60 ára og eldri.

Áætlaður kostnaður er 1,7 millj.kr. Einnig voru lögð fyrir fundinn drög að spurningalista sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri (RHA) hefur mótað í samvinnu við bæjarstjóra.

Bæjarráð samþykkti framlagða tillögu og felur bæjarstjóra að fá RHA til verksins.