Keppt var í bogfimi í fyrsta sinn á Unglingalandsmóti UMFÍ á Sauðárkróki árið 2014.
„Áhugi á bogfimi hefur aukist mikið á landsvísu á síðustu sex árum. Hann er orðinn gríðarlegur. Ég hef haldið námskeið í bogfimi og kynningar um allt land. Á sumum stöðum sem ég hef komið til hefur fólk byrjað að æfa greinina,“ segir Indriði Ragnar Grétarsson, bogfimi- og bogveiðisérfræðingur.
Hann er sérgreinastjóri í bogfimi, einni af þeim 20 greinum sem í boði eru á Unglingalandsmóti UMFÍ á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina. Indriði er þessa dagana að kanna áhugann á námskeiði í aðdraganda mótsins fyrir þátttakendur á Höfn í Hornafirði.
Aðsent.