Sem fyrr segir verða fjölmargir spennandi viðburðir á dagskrá Síldarævintýrisins á Siglufirði dagana 1. – 4. ágúst. Meðal annars verða tvær gönguferðir um bæinn með leiðsögn:

Ófærðarganga, kallast önnur þeirra, en þá verður gengið um söguslóðir þáttanna vinsælu, rifjuð upp atriði úr þáttunum á vettvangi, skoðað hver bjó hvar og fleira áhugavert.

Hin gangan er Gamansagnaganga. Þá verður gengið um söguslóðir ýmissa siglfirskra gamansagna og þær rifjaðar upp. Þarna er bæði hægt að þjálfa hreyfitaugarnar og hláturtaugarnar!

Hvor ganga tekur um klukkustund og er ókeypis í þær.

Síðan er að sjálfsögðu hægt að finna fjölda skemmtilegra gönguleiða um fjöll og dali og njóta hinnar einstöku náttúrufegurðar Siglufjarðar.

Hægt er að sjá frekari upplýsingar og fróðleik á facebooksíðu Síldarævintýrisins.

Forsíðumynd: Kristín Anna Guðmundsdóttir