Bæjarhátíðin Hofsós heim verður haldin dagana 14.-16. júní.
Hátíðin verður með aðeins öðruvísi sniði í ár.
Retro Mathús sér um föstudagsballið þetta árið. Hljómsveitin Feðgarnir mæta á svæðið. Áhersla verður lögð á afþreyingu og samveru fyrir alla fjölskylduna á laugardeginum en um kvöldið mun hljómsveitin Færibandið leika fyrir dansi í Höfðaborg. Nánari dagskrá auglýst síðar.
Allir eru velkomnir til starfa í undirbúningsnefnd hátíðarinnar.