Á facebook síðu Langlífis segir að Þingeyingurinn Dóra Ólafsdóttir á Skjóli í Reykjavík er elst núlifandi Íslendinga. Hún er 108 ára og verður 109 ára eftir fjóra mánuði, en það er áfangi sem aðeins fimm konur hafa náð. Dóra bjó lengi á Akureyri. Daglega les hún Morgunblaðið og eru Staksteinar í uppáhaldi.

Nú eru 47 Íslendingar á lífi hundrað ára og eldri.

Nanna Franklínsdóttir á Siglufirði er næstelst, 104 ára og verður 105 ára í maí. Margrét systir hennar er 99 ára og þær eru elstu systur landsins.

Allra karla elstur er Stefán Þorleifsson í Neskaupstað, 104 ára. Eftir tvær vikur slær hann Austurlandsmetið í langlífi, en það er 104 ár og 218 dagar.

Ritstjóri Langlífis er Jónas Ragnarsson.

Frétt uppfærð:
Stefán Þorleifsson fyrrverandi íþróttakennari og fyrrverandi framkvæmdastjóri Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað, lést þann 14.mars á 105. aldursári.

Mynd/Langlífi