Á 622 fundi bæjarráðs Fjalabyggðar frá 1. október 2019 var lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála, dags. 26.09.2019 þar sem lagt er til að Slysavarnardeild kvenna í Ólafsfirði verði veittur styrkur vegna umsóknar fyrir árið 2019 en vegna mistaka fyrirfórst að afgreiða umsóknina.

Bæjarráð biðst velvirðingar á þessum mistökum og samþykkir að veita Slysavarnarfélagi Kvenna í Ólafsfirði styrk vegna fasteignaskatts í samræmi við gildandi reglur kr. 242.139 vegna fasteignar að Strandgötu 23.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 16/2019 að upphæð kr. 250.000. sem ekki hreyfir handbært fé, á deild 00060, lykill 0081 kr.-250.000 og deild 00060, lykill 9285 kr.250.000.