Vetrarsólstöður verða klukkan 22:23 í kvöld, föstudagskvöldið 21. desember 2018. Halli norðurhvels Jarðar frá sólu er þá mestur svo sól er lægst á lofti frá okkur séð og birtustundir fæstar. Eftir föstudaginn tekur sól að rísa á ný.

Ingvar Erlingsson fangaði magnaða birtuna sem var á Siglufirði í dag, 21. desember og leyfum við lesendum að njóta þess.

Við smábátahöfnina

Á morg­un, 22. des­em­ber, kem­ur sól­in upp kl. 11:22 og verður svo næstu sjö daga, en fer að koma fyrr upp þaðan í frá.

Síðdeg­is fer dag­inn að lengja strax á morg­un, þá um ör­fá­ar sek­únd­ur og svo hraðar eft­ir það. Norðan­lands er birtu­tími um klukku­stund skemmri en syðra og í Gríms­ey, á heim­skauts­baug, er sól­ar­upp­rás í dag kl. 12:03.

Nýi kirkjugarðurinn á Siglufirði

Möndulhalli Jarðar er ástæða þess að þetta gerist. Jörðin er ekki upprétt í geimnum, heldur hallar snúningsás hennar miðað við sólbauginn, flötinn sem hún ferðast eftir í kringum sólina. Hallinn sjálfur breytist ekki og þess vegna halla norður- og suðurhvel að og frá sólu til skiptis.

Möndulhallinn veldur því að sólin er mishátt á lofti yfir árið. Þegar norðurhvel hallar að sólinni er sól hæst, í júní, en þegar norðurhvel hallar frá sólinni er sól lægst.

Siglufjörður 21. desember 2018

 

Hólshyrnan

 

Myndir Ingvar Erlingsson
Heimild: Stjörnufræðivefurinn