Aflétta átti veðböndum í síðasta lagi 1. september 2024
Við afhendingu þriggja íbúða Fjallabyggðar við Vallarbraut kom í ljós að veðum, sem aflétta átti í síðasta lagi 1. september 2024, hafði ekki verið aflétt.
Ekki var fylgt eftir að veðböndum yrði aflétt þrátt fyrir að greiðsla hefði farið fram
Ekki var fylgt eftir að veðböndum yrði aflétt þrátt fyrir að greiðsla hefði farið fram í samræmi við kaupsamning. Á íbúðunum hvíla veðbönd í eigu HMS.
Bæjarstjóra Fjallabyggðar hefur verið falið, í samráði við lögmann sveitarfélagsins, að leita lausna til að aflétta veðböndunum.
Bæjarráð harmar að ekki hafi verið betur staðið að málum
Bæjarráð harmar að ekki hafi verið betur staðið að málum og leggur áherslu á að komi til frekari framkvæmda af þessu tagi muni löggiltur fasteignasali annast þau.
Jafnframt leggur bæjarráð áherslu á að framvinda málsins hafi ekki áhrif á aðra uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu í samstarfi við HMS, meðal annars á Ólafsfirði.