Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkti á 883. fundi sínum, sem haldinn var í fjarfundi 10. júlí 2025, að veita styrk til kvikmyndaverkefnis sem unnið er af kvikmyndaskólanum Filmakademie Baden-Württemberg. Um er að ræða stuttmynd sem fjallar um ungan sjómann frá Siglufirði og er fyrirhugað að taka myndina upp í september.

Samkvæmt samþykkt bæjarráðs verður verkefninu veittur styrkur í formi aðstöðu og aðstoðar við framkvæmd eftir því sem aðstæður leyfa, auk fjárstyrks að upphæð 200.000 krónur.

Fundinn sátu Tómas Atli Einarsson varaformaður, Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi og Sæbjörg Ágústsdóttir varafulltrúi og Þórir Hákonarson.