Banana- og súkkulaðifudge

Súkkulaðifudge

 • 3 dl rjómi
 • 3 dl sykur
 • 1 dl sýróp
 • 50 g smjör
 • 2 msk hunang
 • 100 g suðusúkkulaði

Setjið rjóma, sykur og sýróp í pott. Látið suðuna koma upp og sjóðið við miðlungsháan hita þar til blanda er orðin 120° heit. Takið pottinn frá hitanum og hrærið smjör og hunang út í. Látið pottinn aftur á heita helluna og látið sjóða áfram í 2 mínútur. Takið pottinn af hitanum og hrærið hökkuðu súkkulaði saman við þar til blanda er orðin slétt. Hellið blöndunni í lítið mót/form sem hefur verið klætt með smjörpappír. Látið standa í ísskáp á meðan bananablandan er gerð.

Bananafudge

 • 12 mjúkir bananar af nammibarnum (sjá mynd hér fyrir neðan)
 • 2 dl sykur
 • 1 dl rjómi
 • 50 g smjör
 • 150 g hvítt súkkulaði

Klippið bananana í litla bita og setjið í pott ásamt smjöri, rjóma og sykri. Látið sjóða saman vði vægan hita þar til allt hefur bráðnað. Látið sjóða áfram í 5 mínútur og hrærið í pottinum á meðan. Takið pottinn af hitanum og hrærið hökkuðu súkkulaði saman við þar til blandan er orðin slétt. Látið kólna aðeins áður en blöndunni er hellt yfir súkkulaðifudge-ið.

Látið kólna alveg (helst í ísskáp yfir nóttu) áður en skorið í bita.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit