Bangkok-kjúklingur (uppskrift frá Kokaihop)
- 1 kg kjúklingabringur
- 1 rauðlaukur
- 1 græn paprika
- 3 hvítlauksrif
- 1/2 sæt kartafla
- 1 tsk sambal oelek
- 0,75 dl mango chutney
- 1,5 msk sweet chillisósa
- 1 grænmetisteningur
- 0,5 l. matreiðslurjómi
Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið á pönnu. Leggið til hliðar.
Skerið rauðlauk, papriku og sætu kartöfluna í bita og fínhakkið hvítlaukinn. Steikið rauðlauk, papriku og hvítlauk í olíu við miðlungsháan hita. Setjið sambal oelek á pönnuna og hrærið saman við grænmetið. Setjið rjóma, mango chutney, sweet chillisósu, grænmetistening, sæta kartöflubita og kjúklinginn á pönnuna og látið sjóða þar til kartöflurnar eru mjúkar.
Berið fram með hrísgrjónum.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit