Beikon- og cheddarvöfflur
- 2 bollar hveiti
- 2 tsk lyftiduft
- 1 tsk matarsódi
- ½ tsk salt
- nýmalaður pipar
- 1 bolli rifinn cheddar ostur
- ½ bolli steikt beikonkurl
- 2 stór egg
- 1 ½ bolli mjólk
- 2 msk grænmetisolía (vegetable oil)
- hlynsíróp/pönnukökusíróp til að bera fram með vöfflunum
Hitið vöfflujárn. Hrærið saman hveiti, lyftidufti, matarsóda og salti. Setjið ost og beikon saman við og blandið vel.
Hrærið saman í annarri skál eggjum, mjólk og olíu. Setjið þurrefnin saman við og hrærið þar til allt hefur blandast. Passið að ofhræra ekki deigið.
Setjið feiti á heitt vöfflujárnið. Setjið um ½ bolla af deigi á vöfflujárnið og bakið í 3-5 mínútur eða þar til vafflan er gyllt á litinn og osturinn er bráðnaður. Endurtakið þar til deigið er búið. Berið vöfflurnar fram heitar með hlynsírópi.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit