Á morgun, miðvikudaginn 8. maí, verður 174. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar haldinn í Tjarnarborg Ólafsfirði, kl. 17:00.

Fundurinn verður sendur út hér á vefnum trolli.is skv samkomulagi sem vefurinn gerði við Fjallabyggð á dögunum.

Slóð á útsendinguna verður birt hér á trolli.is rétt áður en fundurinn hefst.

Dagskrá fundarins má skoða á vef Fjallabyggðar, sjá hér.

 

Samkvæmt samkomulaginu verður aðeins um hljóð-útsendingu að ræða, þar sem skýrt er tekið fram að ekki megi senda út mynd frá bæjarstjórnarfundum Fjallabyggðar.

Samkomulagið er svohljóðandi:

Samkomulag um hljóðútsendingu á bæjarstjórnarfundum Fjallabyggðar 2019

Fjallabyggð, kt.: 580706-0880 og Hljóðsmárinn ehf , kt.: 601299-4539 gera með sér svohljóðandi samkomulag vegna hljóðútsendinga frá bæjarstjórnarfundum Fjallabyggðar 2019

  • Hljóðsmárinn ehf sendir út reglulega bæjarstjórnarfundi Fjallabyggðar beint. Aðeins er um hljóðútsendingu að ræða, ekki myndútsendingu. Útsending og vinna kringjum hana er sveitarfélaginu að kostnaðarlausu.
  • Hljóðupptökur/skrár verða í eigu Fjallabyggðar og vistaðar hjá sveitarfélaginu.
  • Hljóðsmárinn ehf. gerir ráð fyrir að endurflytja fundinn að kvöldi fundardags en er ekki leyfilegt að nota efni úr hljóðupptökum að öðru leyti. 
  • Samkomulagið tekur gildi 1. apríl 2019  og gildir til 31. desember 2019. Samkomulagið skal endurskoðað að þeim tíma loknum.

Fjallabyggð 25. janúar 2019