Nú styttist í að vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna 2019  hefjist í sautjánda sinn en að þessu sinni fer keppnin fram frá 8. – 28. maí.

Dagana 8. – 22. maí nk. stendur yfir heilsu- og hvatningarverkefnið“Hjólað í vinnuna” en það er almenningsíþróttasviðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, ÍSÍ. sem hvetur vinnustaði til að taka þátt í þessari skemmtilegu vinnustaðakeppni um allt land. Opnað hefur verið fyrir skráningar. Heilsueflandi Fjallabyggð hvetur vinnustaði og íbúa til að taka þátt í Hjólað i vinnuna.

Meginmarkmið Hjólað í vinnuna er eins og ávalt að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, hagkvæmum og umhverfisvænum samgöngumáta.

Keppt er í átta flokkum um flesta þátttökudaga hlutfallslega miðað við heildarfjölda starfsmanna á vinnustöðum og í liðakeppni um flesta kílómetra. Allir sem nýta eigin orku til að ferðast til og frá vinnu eru gjaldgengir þátttakendur þ.e. hjóla, ganga, hlaupa, nota línuskaut/hjólabretti o.s.frv.

Allar nánari upplýsingar og ítarlegar skráningarleiðbeiningar er að finna inn á heimasíðu Hjólað í vinnuna.