Hátíðin Berjadagar hófst í Ólafsfirði í gær, þar er hátíðin haldin árlega.
Dagskrá Berjadaga í dag er:
Laugardagur – Gengið uppí Rauðskörð á vegum Ferðafélagsins Trölla. Gangan er um fimm klukkutímar.
Nonnakvöld
Laugardagur 20:00 Ólafsfjarðarkirkja
Elmar Gilbertsson syngur sig inní hjörtun og leikur sér með hin ýmsu viðfangsefni söngljóðsins.
Elmar er gestum hátíðarinnar að góðu kunnur því hann kom og söng Alfredo í La Traviata eftir Verdi í tónleikahúsi Ólafsfirðinga árið 2019. Þar söng hann á móti Sigrúnu Pálmadóttur sópransöngkonu!
Elmar hefur verið söngvari við ríkisóperuna í Stuttgart í Þýskalandi síðustu árin. Það mætti með sanni segja að Elmar hafi komið séð og sigrað þar og því eru allir hvattir til að leggja leið sína í kirkjuna fögru til að hlíða á söng og leik þeirra Elmars og Einars Bjarts. Á þessum tónleikum hljómar einnig sellókonsert eftir Edvard Elgar.
Þeir sem fram koma:
Elmar Gilbertsson tenór, Einar Bjartur Egilsson píanó, Ólöf Sigursveinsdóttir selló