Það var þreytt en glatt starfsfólk leikskóla Fjallabyggðar sem kom heim frá Berlín eftir fjögurra daga dvöl þar í apríl síðastliðnum, fullt af innblæstri og orku fyrir komandi verkefni. Þau skoðuðu leikskóla, fóru á námskeið í útikennslu og nutu menningar Berlínarborgar.
Starfsfólk lýsti yfir mikilli ánægju með ferðina og sögðu hana hafa aukið þekkingu sína á útinámi og skapað ómetanlegar minningar. “Þetta var einstök upplifun sem við munum seint gleyma. Það var frábært að kynnast samstarfsfólki sínu betur í svona skemmtilegu umhverfi,” sagði, Björk Óladóttir einn þátttakandi ferðarinnar.
Það er ljóst að slík ferð hefur jákvæð áhrif á bæði starfsandann og vinnuárangur og verður hún vonandi ekki sú síðasta í röðinni.
Í skýrslu um ferðina er hægt að lesa nánar um þá skóla sem og námskeiðið sem starfsfólk fór á.
Mynd/af vefsíðu Fjallabyggðar